Heim 1. tbl. 2025 Rut Sigurðardóttir rannsóknarlögreglumaður verður fulltrúi Íslands í alþjóðlegu kyndilhlaupi lögreglu eða Law Enforcement Torch Run (LETR) á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu.

Rut Sigurðardóttir rannsóknarlögreglumaður verður fulltrúi Íslands í alþjóðlegu kyndilhlaupi lögreglu eða Law Enforcement Torch Run (LETR) á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu.

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Rut Sigurðardóttir rannsóknarlögreglumaður verður fulltrúi Íslands í alþjóðlegu kyndilhlaupi lögreglu eða Law Enforcement Torch Run (LETR) á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu.
0
609

Rut Sigurðardóttir rannsóknarlögreglumaður verður fulltrúi Íslands í alþjóðlegu kyndilhlaupi lögreglu eða Law Enforcement Torch Run (LETR) á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Rut er frá Akureyri en starfar nú í Reykjanesbæ. Hún var beðin að segja aðeins frá sjálfri sér og hér kemur smá yfirlit um þess mögnuðu konu sem er nýr liðsmaður LETR á Íslandi;

„Ég er frá Akureyri en bý í Reykjanesbæ. Minn íþróttabakgrunnur er að ég hef alla tíð verið í hestamennsku og stóran hluta af lífinu í bardagaíþróttinni taekwondo. Þar var ég lengi í landsliðinu og náði að verða norðurlandameistari þrisvar sinnum ásamt fjölmörgum Íslandsmeistaratitlinum. Ég þjálfaði taekwondo til fjölda ára, stofnaði nokkur taekwondo félög og skrifaði meðal annars kennslubók fyrir börn í taekwondo Nú fylgi ég börnunum mínum tveimur eftir í hestamennsku og taekwondo og finnst það best í heimi. Ég byrjaði í lögreglunni fyrst fyrir 20 árum síðan en tók mér góða pásu frá því en er komin aftur og starfa nú sem rannsóknarlögreglumaður. Í pásunni þá menntaði ég mig í íþróttafræði og hef sinnt ýmsum störfum tengdum íþróttum. Mér finnst ég afar heppin að ná að sameina áhuga minn á íþróttum og lögreglu með því að fá að vera fulltrúi LETR á Íslandi í kyndilhlaupi fyrir leikana. LETR er skammstöfun á Law Enforcement Tourch Run eða á íslensku kyndilhlaup lögreglu. Verkefni LETR er m.a. að taka þátt í kyndilhlaupi fyrir heimsleika Special Olympics og von er á um 100 lögreglumönnum allstaðar að úr heiminum til að taka þátt í kyndilhlaupinu á Ítalíu. Tveimur vikum fyrir leikana hefja lögreglumenn hlaup með kyndilinn sem kallast Flame of Hope. Farið verður á milli bæja á svæðinu þar sem leikarnir verða haldnir og formlegar móttökur verða í hverjum bæ auk þess sem keppendur munu taka þátt í hlaupinu þegar komið er í þeirra heimabæ.

Með þessu verkefni er verið að sýna sýna stuðning og vekja athygli á starfi Special Olympics og því sem samtökin standa fyrir. Einnig eru ýmsar fjáraflanir tengdar þessu og mun ég taka þátt í fjáröflun sem heitir Polar Plunge þar sem liðið mitt mun klæða sig upp sem marglittur og baða sig í ísköldu vatni. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í kyndilhlaupi og ég er mjög spennt fyrir þessu ævintýri og fá að upplifa alla gleðina sem ég hef heyrt að sé við lýði.

Magnús Orri Arnarsson tók viðtal við Rut á dögunum:

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Stefanía Daney með nýtt Íslandsmet í langstökki!

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram um helgina í Laugardalshöllinni. 25 þ…