Heim 1. tbl. 2024 Rósa Kristín vann Sjómannabikarinn 2024

Rósa Kristín vann Sjómannabikarinn 2024

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Rósa Kristín vann Sjómannabikarinn 2024
2
793

Nýárssundmót Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalalsug í dag. Mótið fer fram árlega við fyrstu helgi ársins. Rósa Kristín Kristmannsdóttir sundkona frá Ármanni vann besta afrek mótsins og hlaut fyrir vikið Sjómannabikarinn.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ voru heiðursgestir við mótið og afhentu verðlaun og sjálfan Sjómannabikarinn.

Að þessu sinni var mótið nokkuð smátt í sniðum en Nýárssundmót ÍF er fyrir fötluð börn og ungmenni 17 ára og yngri. Við mótið er boðið upp á keppnisgreinar í 25m laug og þar er t.d. hægt að synda 25m grein með aðstoðarfólki, kút, kork og því hentugt einstaklingum af öllum getustigum 17 ára og yngri.

Sumir keppendur komu jafnvel langt að en þar má t.d. nefna Sigurrósu Freyju Birgisdóttur frá Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Við þökkum íþróttakrökkunum fyrir þátttökuna og hlökkum til að halda mótið að ári liðnu.

Mynd/ Rósa Kristín með Sjómannabikarinn í Laugardalslaug

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…