Hér er birt lokamyndband frá þriggja ára Evrópuverkefnis sem Special Olympics á Íslandi tók þátt í. Íslenskur drengur er hér í aðalhlutverki ásamt dreng frá Rúmeníu.
Markmið verkefnisins var að vinna að aukinni þátttöku 6 – 12 ára barna í íþróttastarfi með áherlslu á inngildingu. Það voru yfir 5000 börn í löndum sem tóku þátt í verkefninu.
Samkvæmt rannsókn háskóla í Poznan sem mældi áhrif verkefnisins á börnin kom í ljós að þátttaka hafði jákvæð áhrif á andlega líðan og sjálfstraust og sjálfsmynd barnanna.
Ísland gegndi hlutverkefni „expert“ eða sérfræðings. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi stýrði verkefninu hér á landi ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF
Eitt af verkefninum Íslands var að heimsækja samstarfslöndin og taka út starf tengt verkefninu. Valinn hópur fólks fór í þessar heimsóknir sem voru mjög lærdómsmiklar og áhrifaríkar.
Í tengslum við verkefnið var Special Olympics hópur Hauka í sviðsljósinu og gerð voru tvö myndbönd um Haukaliðið, annað var birt í haust og þetta myndband er lokamyndband verkefnisins.
Verkefnið var styrkt af #EEAandNorwayGrants og stýrt af fulltrúum Fundatia Motivation Romania
Samstarfslönd voru; Special Olympics Bosnia and Herzegovina, Special Olympics Iceland, Special Olympics Lithuania, Special Olympics Montenegro, Special Olympics Romania, Špeciálne olympiády Slovensko / Special Olympics Slovakia og University School of Physical Education in Poznan.
Nánar: https://www.specialolympics.org/…/higher-happiness…
#YoungAthletes #Inclusion #SpecialOlympics #MotivationFundatiaRomania #EEANorwayGrants #InclusiveSport #ChooseToInclude