Heim 2. tbl 2023 Nú hef ég meira sjálfstraust og á fleiri vini

Nú hef ég meira sjálfstraust og á fleiri vini

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Nú hef ég meira sjálfstraust og á fleiri vini
0
785

Hér er birt lokamyndband frá þriggja ára Evrópuverkefnis sem Special Olympics á Íslandi tók þátt í.  Íslenskur drengur er hér í aðalhlutverki ásamt dreng frá Rúmeníu.

Markmið verkefnisins var að vinna að aukinni þátttöku 6 – 12 ára barna í íþróttastarfi með áherlslu á inngildingu. Það voru yfir 5000 börn í löndum sem tóku þátt í verkefninu.

Samkvæmt rannsókn háskóla í Poznan sem mældi áhrif verkefnisins á  börnin kom í ljós að þátttaka hafði jákvæð áhrif á andlega líðan og sjálfstraust og sjálfsmynd barnanna.

Ísland gegndi hlutverkefni „expert“ eða sérfræðings. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi stýrði verkefninu hér á landi ásamt Þórði Árna Hjaltested, formanni ÍF

Eitt af verkefninum Íslands var að heimsækja samstarfslöndin og taka út starf tengt verkefninu. Valinn hópur fólks fór í þessar heimsóknir sem voru mjög lærdómsmiklar og áhrifaríkar.

Í tengslum við verkefnið var Special Olympics hópur Hauka í sviðsljósinu og gerð voru tvö myndbönd um Haukaliðið, annað var birt í haust og þetta myndband er lokamyndband verkefnisins.

MYNDBANDIÐ MÁ NÁLGAST HÉR

Verkefnið var styrkt af #EEAandNorwayGrants og stýrt af fulltrúum  Fundatia Motivation Romania

Samstarfslönd voru; Special Olympics Bosnia and Herzegovina, Special Olympics Iceland, Special Olympics Lithuania, Special Olympics Montenegro, Special Olympics Romania, Špeciálne olympiády Slovensko / Special Olympics Slovakia og University School of Physical Education in Poznan.

Nánar: https://www.specialolympics.org/…/higher-happiness…

#YoungAthletes #Inclusion #SpecialOlympics #MotivationFundatiaRomania #EEANorwayGrants #InclusiveSport #ChooseToInclude

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ólafur S. Magnússon lætur af störfum eftir farsælan feril hjá Íþróttasambandi fatlaðra ÍF

Ólafur Sigurbjörn Magnússon hefur látið af störfum hjá Íþróttasambandi fatlaðra og ákveðið…