Heim 1. tbl. 2025 Niðurtalningin er hafin fyrir vetrarleika Paralympics

Niðurtalningin er hafin fyrir vetrarleika Paralympics

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Niðurtalningin er hafin fyrir vetrarleika Paralympics
0
117

Nú er einungis ár í að vetrarleika Paralympics hefjast. Leikarnir fara fram í Milano Cortina á Ítalíu frá 6.-15. mars 2026. Um 600 íþróttafólk mun mæta til leiks þar sem keppt verður í 6 íþróttagreinum; Para alpaskíði, Para skíðaskotfimi, Para gönguskíði, Para íshokkí, Para snjóbretti og krullu í hjólastól.

Leikarnir munu minnast þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu vetrarleikum fatlaðra og leikarnir snúa aftur til Ítalíu í annað sinn í sögunni, 20 árum eftir Torino 2006.

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir keppti á sínu fyrsta alþjóðlega móti á gönguskíðum í Finnlandi árið 2021 og varð þá brautryðjandi í greininni þar sem hún varð fyrst íslenskra kvenna til þess að hljóta alþjóðlega flokkun í skíðagöngu. Að þessu sinni er markið sett hátt þar sem hún stefnir á að ná keppnisrétti á Vetrarleikana í Cortina að ári. Arna var nýlega stödd í Noregi þar sem hún var í æfingabúðum á gönguskíðum. Það er stórt verkefni fyrir höndum og það verður spennandi að fylgjast með henni fram að leikunum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Keilulið Aspar valið besta liðið á Malmö Open 2025

Keilulið Asparinnar gerði frábæra hluti á Malmö Open 2025 í svíðjóð fyrr í þessum mánuði. …