
Nú er einungis ár í að vetrarleika Paralympics hefjast. Leikarnir fara fram í Milano Cortina á Ítalíu frá 6.-15. mars 2026. Um 600 íþróttafólk mun mæta til leiks þar sem keppt verður í 6 íþróttagreinum; Para alpaskíði, Para skíðaskotfimi, Para gönguskíði, Para íshokkí, Para snjóbretti og krullu í hjólastól.
Leikarnir munu minnast þess að 50 ár eru liðin frá fyrstu vetrarleikum fatlaðra og leikarnir snúa aftur til Ítalíu í annað sinn í sögunni, 20 árum eftir Torino 2006.

Handahjólreiðakonan Arna Sigríður Albertsdóttir keppti á sínu fyrsta alþjóðlega móti á gönguskíðum í Finnlandi árið 2021 og varð þá brautryðjandi í greininni þar sem hún varð fyrst íslenskra kvenna til þess að hljóta alþjóðlega flokkun í skíðagöngu. Að þessu sinni er markið sett hátt þar sem hún stefnir á að ná keppnisrétti á Vetrarleikana í Cortina að ári. Arna var nýlega stödd í Noregi þar sem hún var í æfingabúðum á gönguskíðum. Það er stórt verkefni fyrir höndum og það verður spennandi að fylgjast með henni fram að leikunum.
