Heim 1. tbl. 2025 Hákon mætti ríkjandi Paralympic meistaranum á Malmö Open

Hákon mætti ríkjandi Paralympic meistaranum á Malmö Open

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon mætti ríkjandi Paralympic meistaranum á Malmö Open
0
172

Malmö Open í borðtennis fór fram dagana 6.-9. febrúar. Það voru þrír keppendur frá Íslandi og kepptu á mótinu en það voru þau Hákon Atli Bjarkason, Jóna Kristín Erlendsdóttir og Volodymyr Cherniavskyi.

Í tvíliðaleik fékk Hákon liðsfélaga frá Kanada þar sem þeir lönduðu Silfri. Þeir unnu í riðlinum breskt par þar sem annar leikmaðurinn er bronsverðlaunahafi frá Paralympics í Tókýó 2021. Þeir unnu einnig Austurrískt par þar sem annar þeirra er landliðsmaður hjá Austurríki. Í Opnum Flokki fór Hákon ekki upp úr sínum riðli þar sem hann tapaði í í úrslitum í „B playoffs“. Hann vann hann 2 af 3 leikjum en tapaði fyrir ríkjandi Paralympic meistaranum frá París, Tommy Urhaug frá Noregi.

Jóna og Volodymyr voru að keppa á sínu fyrsta móti erlendis. Þau fengu silfur í „b playoffs“ í tvíliðaleik, og fékk Volodymyr silfur í “b playoffs” í flokki 1-3. Jóna vann 2 sigra og fór í 3 oddalotur sem er flottur árangur fyrir sitt fyrsta mót erlendis.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Stefanía Daney með nýtt Íslandsmet í langstökki!

Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram um helgina í Laugardalshöllinni. 25 þ…