Heim 1. tbl. 2024 Lífleg helgi á Akureyri

Lífleg helgi á Akureyri

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Lífleg helgi á Akureyri
0
838

Það var líf og fjör á Akureyri um miðjan mars þegar Special Olympics körfuboltahópur Hauka og fótboltahópur frá Stjörnunni/ Ösp tóku þátt í Íslandsleikum 2024 með norðanfólki.

Þessir leikar eru samstarfsverkefni þjálfaranna, Báru Fanneyjar Hálfdánardóttur og Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur þar sem tveimur greinum er fléttað saman og fötluð og ófötluð börn taka þátt.., frá suður og norðurlandi.

Árlega eru haldnir Íslandsleikar Special Olympics í hverri grein en hér er greinum fléttað saman og yfirheiti leikanna var Íslandsleikarnir 2024.  

Leikarnir voru liður í því að kynna nýja og mikilvæga verkefnið Allir Með sem hófst árið 2023.  Upplifun allra sem tóku þátt var mjög jákvæð, verkefnið er ákveðinn ísbrjótur fyrir íþróttahreyfinguna sem er að opna dyr fyrir ALLA.

Færslu Íþrótta- og Ólympíusambandsins á Facebook má sjá hér.

Myndirnar og myndbandið kemur úr smiðju
MOA PRODUCTION 
Magnús Orri Arnarson 
og þökkum við honum kærlega fyrir.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…