Heim 1. tbl. 2024 Fjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð

Fjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð
0
188

Íþróttafélagið Fjörður varð um síðustu helgi bikarmeistari í sundi fimmtánda árið í röð. Til þessa er Fjörður eina félagið sem unnið hefur hinn myndarlega Blue-Lagoon bikar sem Bláa Lónið gaf ÍF til keppninnar árið 2013.

Fjörður hlaut 550 stig á mótinu og varð bikarmeistari en annars skiptust stigin svona á milli þátttökuliðanna:

Fjörður – 550
ÍFR – 279
Ösp – 222
Ármann – 54
Óðinn – 48

Á mótinu féllu einnig tvö ný Íslandsmet en þau settu Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR og Sigrún Kjartansdóttir frá Firði. Sonja setti Íslandsmetið sitt í flokki S3 þegar hún kom í bakkann á 2:26,87 mín. í 100m baksundi en Sigrún setti sitt met í flokki S16 þegar hún synti á tímanum 7:14,44 mín í 400m skriðsundi.

Stjórn og starfsfólk ÍF þakkar öllum sem komu að framkvæmd mótsins en það gekk vel fyrir sig í sólskinsveðrinu í Laugardal. Til hamingju Fjörður og til hamingju Sonja og Sigrún!

Viðtöl, ljósmyndir og myndband frá mótinu um helgina er hægt að nálgast á Facebook-síðu Íþróttasambands fatlaðra.

Mynd/ JBÓ: Bikarmeistarar Fjarðar með sigurlaun helgarinnar.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…