Heim 1. tbl. 2024 Fjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð

Fjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð
0
573

Íþróttafélagið Fjörður varð um síðustu helgi bikarmeistari í sundi fimmtánda árið í röð. Til þessa er Fjörður eina félagið sem unnið hefur hinn myndarlega Blue-Lagoon bikar sem Bláa Lónið gaf ÍF til keppninnar árið 2013.

Fjörður hlaut 550 stig á mótinu og varð bikarmeistari en annars skiptust stigin svona á milli þátttökuliðanna:

Fjörður – 550
ÍFR – 279
Ösp – 222
Ármann – 54
Óðinn – 48

Á mótinu féllu einnig tvö ný Íslandsmet en þau settu Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR og Sigrún Kjartansdóttir frá Firði. Sonja setti Íslandsmetið sitt í flokki S3 þegar hún kom í bakkann á 2:26,87 mín. í 100m baksundi en Sigrún setti sitt met í flokki S16 þegar hún synti á tímanum 7:14,44 mín í 400m skriðsundi.

Stjórn og starfsfólk ÍF þakkar öllum sem komu að framkvæmd mótsins en það gekk vel fyrir sig í sólskinsveðrinu í Laugardal. Til hamingju Fjörður og til hamingju Sonja og Sigrún!

Viðtöl, ljósmyndir og myndband frá mótinu um helgina er hægt að nálgast á Facebook-síðu Íþróttasambands fatlaðra.

Mynd/ JBÓ: Bikarmeistarar Fjarðar með sigurlaun helgarinnar.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…