
Grænlendingar taka í fyrsta skipti þátt á heimsleikum Special Olympics en Ísland bauð Grænlandi að nýta kvóta Íslands í skíðagöngu og tveir keppendur eru mættir til leiks. Það eru þau Jorna Marie Larsen og Nuka Martin Lynge. Mikil gleði ríkir í grænlenska hópnum en þau eru skráð á leikana með Special Olympics Danmark. Báðir grænlensku keppendurnir eru mjög færir á gönguskíðum og hafa greinilega undirbúið sig vel fyrir leikana.
I gær hittu Íslendingar grænlensku keppendurna og fylgdarlið þeirra og þau vildu öll koma á framfæri kæru þakklæti til Íslands fyrir að opna dyrnar að heimsleikum Special Olympics og gefa keppendum þetta spennandi tækifæri.
Á myndinni er grænlenski hópurinn ásamt Önnu Karolinu Vilhjalmsdóttur framkvæmdastjóra Special Olympics á Íslandi og Magnúsi Orra Arnarsyni myndatökumanni og ljósmyndara á leikunum.