Heim 1. tbl. 2024 Íþróttasamband fatlaðra er 45 ára í dag

Íþróttasamband fatlaðra er 45 ára í dag

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íþróttasamband fatlaðra er 45 ára í dag
0
658

Í dag föstudaginn 17. maí fagnar Íþróttasamband fatlaðra 45 ára afmæli sínu. Sambandið hóf starfsemi sína undir kjörorðinu „Stærsti sigurinn er að vera með.“ Óhætt er að fullyrða að frá stofnun sambandins og aðildarfélaga þess hefur margt áunnist og margs er að minnast. Þannig hefur fatlað íþróttafólk og afrek þess vakið aðdáun landsmanna og hróður þess borist langt út fyrir landsteinana.

Hér má líta góða grein frá ÍSÍ í tilefni af 40 ára afmæli ÍF árið 2019 og svo hér að neðan er hægt að nálgast bókina „Stærsti sigurinn – Íþróttir fatlaðra á Íslandi í 25 ár“ sem er samantektarrit yfir fyrstu 25 ár í sögu Íþróttasambands fatlaðra.

Af þessu tilefni vill stjórn og starfsfólk ÍF þakka samfylgdina í gegnum árin, velviljann og þau óteljandi handtök sem unnin hafa verið sambandinu í hag af starfsfólki og sjálfboðaliðum.

Áfram íþróttir!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…