Heim 2. TBL. 2025 Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfi sínu næstu tvö árin

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfi sínu næstu tvö árin

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfi sínu næstu tvö árin
0
6

Íþróttasamband fatlaðra og Íslensk Gestpá hafa framlengt samstarfi sínu til næstu tveggja ára. Það er mikið ánægjuefni fyrir ÍF að vinna áfram með Íslenskri Gestpá við uppbyggingu og eflingu á íþróttum fatlaðra á Íslandi.

„Við hjá ÍF fögnum áframhaldandi samstarfi með Íslenskri Getspá og þannig er Íslensk Getspá áfram öflugur bakhjarl íþrótta fatlaðra hér á landi eins og mörg árin á undan,“ sagði Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF við undirritun nýja samningsins.

Með því að taka þátt í leikjum Íslenskrar Getspár styður þú íþrótta- og ungmennafélögin um land allt – auk þess að leggja ÖBÍ réttindasamtökum lið. Þannig skapar hver leikur tækifæri til að gera gott og vinna stórt í leiðinni.

Mynd/ JB: Þórður Árni og Halldóra María Einarsdóttir markaðsstjóri hjá Íslenskri Getspá

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Níu sundmenn taka þátt á Norðurlandamótinu um helgina

Norðurlandamótið í sundi í 25m laug fer fram í Laugardalslaug um helgina og hefst strax í …