Íþróttasamband fatlaðra og Íslensk Gestpá hafa framlengt samstarfi sínu til næstu tveggja ára. Það er mikið ánægjuefni fyrir ÍF að vinna áfram með Íslenskri Gestpá við uppbyggingu og eflingu á íþróttum fatlaðra á Íslandi.
„Við hjá ÍF fögnum áframhaldandi samstarfi með Íslenskri Getspá og þannig er Íslensk Getspá áfram öflugur bakhjarl íþrótta fatlaðra hér á landi eins og mörg árin á undan,“ sagði Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF við undirritun nýja samningsins.
Með því að taka þátt í leikjum Íslenskrar Getspár styður þú íþrótta- og ungmennafélögin um land allt – auk þess að leggja ÖBÍ réttindasamtökum lið. Þannig skapar hver leikur tækifæri til að gera gott og vinna stórt í leiðinni.
Mynd/ JB: Þórður Árni og Halldóra María Einarsdóttir markaðsstjóri hjá Íslenskri Getspá

