Heim 1. tbl. 2024 Íslandsmót ÍF og Hængsmót í boccia fara fram saman á Akureyri 2024

Íslandsmót ÍF og Hængsmót í boccia fara fram saman á Akureyri 2024

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót ÍF og Hængsmót í boccia fara fram saman á Akureyri 2024
0
1,326

Árið 2024 markar 50 ára afmæli íþrótta fatlaðra á Íslandi. Á árinu eru tvö elstu félög fatlaðra í landinu að fagna 50 ára afmæli sínu en þau eru Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og Akur á Akureyri.

Ár hvert stendur Íþróttasamband fatlaðra að sveitakeppni í boccia og ár hvert stendur Lionsklúbburinn Hængur að Hængsmóti á Akureyri. Í tilefni af 50 ára afmæli Akurs á árinu var ákveðið að halda Íslandsmót ÍF í sveitakeppni og Hængsmót í boccia saman helgina 3.-4. maí næstkomandi á Akureyri.

Íslandsmót ÍF í sveitakeppni í boccia er þá leikið föstudaginn 3. maí en Hængsmótið leikið laugardaginn 4. maí og að því loknu og venju samkvæmt skemmtilegt lokahóf að mótunum loknum.

Í haust verður svo eins og fyrri ár haldið Íslandsmót í einliðaleik í boccia og verður það í höfuðborginni og haldið í samstarfi við ÍFR í tilefni af 50 ára afmæli félagsins.

Dagatal ÍF: Íþróttasamband fatlaðra (ifsport.is)

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Helgi Þór hlaut Hvataverðlaun ÍF 2024

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF hlýtur Hvataverðlaunin 2024. Verðlaunin…