Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss fer fram í Laugardalshöllinni dagana 22-23 febrúar 2025. Mótið er haldið samhliða Meistaramóti Íslands FRÍ, MÍ. Mótshaldarar eru ÍR-ingar og sjá þau um framkvæmd mótsins samhliða MÍ. Flest allt fremsta íþróttafólk landsins mætir til keppni og búist er við góðri stemningu og flottum afrekum.
Margt af okkar fremsta afreksfólki mun taka þátt á mótinu, þar á meðal þær Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Paralympics farinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir. Ingeborg kláraði síðasta keppnistímabil sitt á Paralympics í París en einnig fóru þær báðar, Stefanía og Ingeborg á Heimsmeistaramót IPC sem fór fram í Japan síðasta sumar.
Frekari upplýsingar um mótið koma síðar.