
Frjálsíþróttanefnd ÍF býður allt frjálsíþróttafólk velkomið á Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss 2025. Mótið fer fram á Selfossvelli helgina 23.-24. ágúst og hefst keppni kl. 11:30 báða dagana.
Mótið er haldið samkvæmt reglum IPC Athletics og IAAF og keppa þátttakendur í sínum fötlunarflokkum. Skráning fer fram í gegnum mótaforrit fri og lokar mánudaginn 18. ágúst kl. 23:59, keppnisgjald er 2.000kr fyrir hverja grein. Endanlegur tímaseðill verður birtur á http://urslit.fri.is fimmtudag fyrir mótið.
Það félag sem hlýtur flesta Íslandsmeistaratitla á mótinu verður krýnt Íslandsmeistari félaga.
Nánari upplýsingar veitir Egill Þór Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar, tengiliðaupplýsingar hans má finna í boðsbréfi.
Boðsbréf mótsins má finna hér að neðan