Heim 1. tbl. 2025 Íslandsmót ÍF í frjálsum fer fram á Selfossi 23.-24. ágúst

Íslandsmót ÍF í frjálsum fer fram á Selfossi 23.-24. ágúst

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót ÍF í frjálsum fer fram á Selfossi 23.-24. ágúst
0
91

Frjálsíþróttanefnd ÍF býður allt frjálsíþróttafólk velkomið á Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss 2025. Mótið fer fram á Selfossvelli helgina 23.-24. ágúst og hefst keppni kl. 11:30 báða dagana.

Mótið er haldið samkvæmt reglum IPC Athletics og IAAF og keppa þátttakendur í sínum fötlunarflokkum. Skráning fer fram í gegnum mótaforrit fri og lokar mánudaginn 18. ágúst kl. 23:59, keppnisgjald er 2.000kr fyrir hverja grein. Endanlegur tímaseðill verður birtur á http://urslit.fri.is fimmtudag fyrir mótið.

Það félag sem hlýtur flesta Íslandsmeistaratitla á mótinu verður krýnt Íslandsmeistari félaga.

Nánari upplýsingar veitir Egill Þór Valgeirsson, formaður frjálsíþróttanefndar, tengiliðaupplýsingar hans má finna í boðsbréfi.

Boðsbréf mótsins má finna hér að neðan

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Unglingalandsmót UMFÍ um helgina

Um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum og er það einstök up…