Íslandsleikarnir munu fara fram á Selfossi helgina 29.-30. mars 2025.
Leikarnir voru haldnir í fyrsta sinn árið 2024 við mikla lukku. Leikarnir fóru fram á Akureyri um miðjan mars þar sem keppt var í körfubolta og fótbolta. Bæði Special Olympics körfuboltahópur Hauka og fótboltahópur frá Stjörnunni/Ösp ferðuðust norður og tóku þátt í Íslandsleikunum með norðanfólki.
Leikarnir voru liður í því að kynna nýja og mikilvæga verkefnið Allir Með sem hófst árið 2023. Upplifun allra sem tóku þátt var mjög jákvæð og því verður gaman að sjá fyrirkomulag mótsins í ár.
Frekari upplýsingar um mótið koma síðar.