Heim 2. TBL. 2025 IPC eflir þekkingu parasports á heimsvísu

IPC eflir þekkingu parasports á heimsvísu

3 min read
Slökkt á athugasemdum við IPC eflir þekkingu parasports á heimsvísu
1
38

Alþjóða Paralympic-nefndin (IPC) hefur úthlutað styrkjum að heildarupphæð 770.000 evrum til 21 alþjóðlegs sérsambands og IOSD (International Organisations of Sport for the Disabled) með það markmið að efla tæknilega þekkingu og fjölga tækifærum.

Styrkirnir eru veittir í gegnum „Sport for Mobility“ áætlun IPC og mun nýtast til að halda markviss fræðslu og þjálfaraverkefni í 26 íþróttagreinum, allt frá grasrótarstarfi til afreksíþrótta. Verkefnin fela meðal annars í sér menntun fyrir þjálfara, dómara og fleiri en tilgangur fræðslunnar er að tryggja að fagfólk búi yfir nýjustu þekkingu og verkfærum til að leiðbeina íþróttafólki og stýra íþróttaviðburðum á skilvirkan hátt.

Kristina Molloy, aðstoðarframkvæmdastjóri IPC, segir alþjóðleg sérsambönd vera burðarstoð paraíþrótta:„The Para sport ecosystem is fundamental to athletes’ success, it includes coaches, classifiers, referees, technical officials, and many others who work tirelessly behind the scenes to develop athletes and make competitions fair, safe, and world-class. By equipping technical personnel with greater knowledge and tools, we are supporting the sustainable growth of Para sports and strengthening the entire system that supports athlete development.”

Á árinu 2026 munu fjölmörg verkefni fara fram víðsvegar um heim en styrkirnir geta einnig farið í þróun stafræns námsefnis og netnámskeiða til að auka aðgengi og sveigjanleika í menntun um allan heim.

Þau 21 alþjóðlegu sérsambönd og IOSD sem hljóta styrki fyrir árin 2025 og 2026 eru: Badminton World Federation, Fédération Équestre Internationale  International Biathlon Union, International Blind Sports Federation, International Canoe Federation, International Ski and Snowboard Federation, International Table Tennis Federation,  International Tennis Federation, International Wheelchair Basketball Federation, Union Cycliste International, World Abilitysport, World Archery, World Curling, World ParaVolley World Para ice hockey, World Para Powerlifting, World Para Swimming, World Shooting Para Sport, World Rowing, World Taekwondo, World Triathlon, and World Wheelchair Rugby.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Jólin hjá íþróttafólkinu okkar

Jólin snúast svo sannarlega um samveru, hefðir og jólamat, við ákváðum að kíkja aðeins á s…