Heim 1. tbl. 2024 Ingeborg keppir í kvöld

Ingeborg keppir í kvöld

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg keppir í kvöld
0
313

Föstudaginn 30. ágúst hófst keppni í frjálsum íþróttum á Paralympics í París. Keppnin fer fram á Stade de France vellinum þar sem allt að 1.069 íþróttamenn munu keppa í 164 verðlaunagreinum.

Í kvöld, laugardaginn 31. ágúst, mun Ingeborg Eide Garðarsdóttir stíga á svið og keppa í kúluvarpi í flokki F37 (flokkur hreyfihamlaðra). Ingeborg býr yfir mikilli reynslu af keppni á alþjóðavísu en þetta verða hennar fyrstu Paralympics. Henni hefur gengið vel í sumar þar sem hún sló eigið Íslandsmet í greininni á Ítalíu þegar hún kastaði kúlunni 9,83m og einnig keppti hún á Heimsmeistaramóti IPC í Japan þar sem hún endaði í 4 sæti.

Keppnin hefst klukkan 17:00 á Íslenskum tíma, 19:00 á frönskum tíma. Áfram Ingeborg!

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með Leikarnir

Laugardaginn 9. nóvember fara fram Allir með leikarnir sem verður sannkölluð íþróttaveisla…