Heim 1. tbl. 2024 Íslandsmót og skíðanámskeið um helgina

Íslandsmót og skíðanámskeið um helgina

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót og skíðanámskeið um helgina
0
310

Það verður nóg við að vera um helgina en á morgun, laugardag, er Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss sem og skíðanámskeið í Bláfjöllum. Spáin á höfuðborgarsvæðinu segir vægt frost og sólríkt svo það er fátt annað í boði en að stunda góða líkamsrækt þessa helgina.

Íslandsmót ÍF í frjálsum hefst kl. 13.45 í Kaplakrika en tímaseðil mótsins má nálgast hér og þá hefst skíðanámskeiðið kl. 11.00 í Bláfjöllum en uppselt er á námskeiðið og ljóst að það eru margir spenntir að mæta á skíði. Áhugasamir eru sérstaklega boðnir velkomnir í Bláfjöll að koma og skoða og kynna sér möguleikana sem eru í boði við skíðaiðkun fatlaðra.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Fjörður bikarmeistari fimmtánda árið í röð

Íþróttafélagið Fjörður varð um síðustu helgi bikarmeistari í sundi fimmtánda árið í röð. T…