Helgina 27.-28. Júlí fór fram Meistaramót Íslands í eldri aldursflokkum í frjálsum íþróttum. Hulda Sigurjónsdóttir keppti þar í sleggjukasti í flokki 35-39 ára. Hulda Æfir með Ármanni og keppir í flokki F20, á mótinu kastaði hún sleggjunni 32,83 m og tók þar af leiðandi sitt eigið Íslandsmet í greininni sem var áður 32,10m.
Það var mikill vindur og rigning á mótinu en Hulda var í góðum fíling þar sem hún er vön að æfa við svipaðar aðstæður, “ á þriðjudaginn var jafn erfitt að æfa en ég kastaði þá 32 m þannig ég vissi að ég gæti þetta“.