Það verður áframhaldandi íþróttaveisla eftir að Ólympíuleikarnir í París klárast en þann 28. ágúst hefjast Paralympics í París og standa yfir til 8. september.
fimm keppendur hafa tryggt sig inn á leikana og munu keppa fyrir hönd Íslands á Paralympics en það eru þau:
- Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Frjálsar
- Sonja Sigurðardóttir – Sund
- Thelma Björg Björnsdóttir – Sund
- Már Gunnarsson – Sund
- Róbert Ísak Jónsson – Sund
Það verður skemmtilegt að fylgjast með okkar fólki í bæði frjálsum og sundi keppa við þá bestu úti í París. Þar sem að rásin verður stillt á sund og frjálsar þá er einnig íþróttafólk frá örðum löndum sem vart er að hafa í huga á meðan leikarnir standa yfir.
Fleur Jong (Holland) – Langstökk og 100m
Jong er sigurstranglegust í bæði langstökki og 100m hlaupi í flokki T64. Jong setti nýtt heimsmet í 100m hlaupi árið 2023 þegar hún kom í mark á tímanum 12,46 sek. Jong er einnig ríkjandi Paralympics meistari í langstökki kvenna og mætir því til Parísar að verja titilinn. Einnig má nefna að Jong keppir á fótum frá Össur og er hluti af Team Össur.
Hunter Woodhall (USA) – 100 og 400m
Woodhall er sigurstranglegur bæði í 100m og 400m hlaupi í flokki T62. Woodhall vann brons í 400m hlaupi á seinustu Paralympics í Tókýó en einnig vann hann brons í 400m og silfur í 200m á Paralympics í Ríó 2016. Það er því spurning hvort að hann taki loksins gullið í París. Eiginkona hans er Ólympíufarinn Tara Davis-Woodhall sem keppti í langstökki kvenna á Ólympíuleikunum.
Markus Rhem (Þýskaland) – Langstökk
Rhem, einnig þekktur sem “The Blade Jumper” er sigurstranglegastur á Paralympics í langstökki, flokki F44. Rhem hefur unnið þrjá Heimsmeistaratittla og fimm Evrópumeistaratitla. Hann notar blað frá Össur sem hann stekkur af og er hluti Team Össur. Rhem á heimsmetið í langstökki í sínum flokki, 8,72 m, sem hann setti árið 2023.
Alexander Hillhouse (Danmörk)
Hillhause mun keppa á sínum fyrstu Paralympics þegar hann heldur til Parísar, en hann mun keppa á móti Róberti í 100m flugsundi, flokki S14. Hillhouse setti þrjú ný heimsmet árið 2023 á heimsmeistaramóti IPC.
Jessica Long (USA)
Long er algör goðsögn í sundheimi fatlaðra en hú er 33-faldur heimsmeistari og 16-faldur Paralympics meistari. Long tekur nú þátt í sínum sjöttu leikum en hún fékk 8 verðlaun á síðustu leikum og þar af 3 gull.
Alexa Leary (Ástralía)
Leary er fyrrum þríþrautarkona en hún lenti í slysi á æfingu árið 2021 og hefur síðan þá keppt í flokki S9 í sundi. Hún vann til gullverðlauna og silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu IPC árið 2023 og heldur nú á sína fyrstu Paralympics.