Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardaginn 20. apríl síðastliðinn. Hákon Atli Bjarkason ÍFR varð þar tvöfaldur Íslandsmeistari en þeir Vova Chernyavsky og Agnar Ingi Traustason höfðu sigur í tvíliðaleik.
Borðtennisnefnd ÍF og ÍFR höfðu veg og vanda að umgjörð og skipulagi mótsins sem gekk vel í alla staði. Ný andlit voru mætt til leiks þar sem Jóna Kristín Erlendsdóttir tók m.a. þátt á sínu fyrsta Íslandsmóti og vann til silfurverðlauna í tvíliðaleik með Hákoni Atla.
Íslandsmeistarar helgarinnar voru sem hér segir:
Tvíliðaleikur: Vova Chernyavsky og Agnar Ingi Traustason
Flokkur 11 konur: Inga Hanna Jóhannesdóttir
Flokkur 11 karlar: Óskar Aðils Kemp
Sitjandi flokkur 1-5: Hákon Atli Bjarkason
Standandi flokkur 6-10: Björn Harðarson
Opinn flokkur: Hákon Atli Bjarkason
Öll úrslit mótsins má nálgast hér
Myndir/ JBÓ: Á efri myndinni eru verðlaunahafar í tvíliðaleik ásamt Geir Sverrissyni og Halldóri Sævari Guðbergssyni stjórnarmönnum ÍF en á þeirri neðri er Hákon Atli Bjarkason sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari síðustu helgi.