Heim 2. TBL. 2025 Hákon lét fyrir sér finna en komst ekki upp úr riðlinum

Hákon lét fyrir sér finna en komst ekki upp úr riðlinum

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon lét fyrir sér finna en komst ekki upp úr riðlinum
0
37

Hákon Atli Bjarkason hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í borðtennis sem nú stendur yfir í Helsingjaborg í Svíþjóð. Hákon sem keppir í flokki 4-5 komst ekki upp úr riðlinum sínum og er því úr leik. Hann lét þó sterka spilara hafa vel fyrir hlutunum.

Í fyrsta leik tapaði Hákon 3-0 gegn Tékkanum Filip Nachazel (11-1, 11-6 og 11-7) en Nachazel er silfurverðlaunahafi síðasta Evrópumóts. Í öðrum leik mætti Hákon Tyrkjanum Suleyman Vural sem var heimsmeistari 2017 og Evrópumeistari 2019. Vural hafði betur 3-0 (11-5, 11-6 og 11-9). Í dag mætti Hákon svo heimamanninum David Olsson sem er í 8. sæti heimslistans þar sem Olsson hafði betur 3-0 (11-7, 11-4 og 11-5).

Helgi Þór Gunnarsson formaður borðtennisnefndar ÍF og landsliðsþjálfari ÍF í borðtennis sagði mótið hafa kennt þeim Hákoni ýmislegt. „Móttökurnar margar á uppgjöf voru að stríða okkur en spilalega gekk margt bara vel gegn þessum sterku spilurum, Hákon átti fullt af geggjuðum boltum en það er ljóst að við þurfum og ætlum að vinna betur í því að svara uppgjöf andstæðinganna í þessum flokki,” sagði Helgi. Landsliðsþjálfarinn bætti einnig við að það sé enginn á Íslandi sem er í sama flokki og Hákon og því þurfi hann að sækja meira út til að mæta leikmönnum innan síns flokks.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon mættur á EM í Svíþjóð: Keppni hefst á morgun

Borðtennismaðurinn Hákon Atli Bjarkason frá ÍFR er mættur út til Helsingborgar í Svíþjóð þ…