Heim 1. tbl. 2024 Frönsku Alparnir og Salt Lake City-Utah munu halda Vetrar-Paralympics 2030 og 2034

Frönsku Alparnir og Salt Lake City-Utah munu halda Vetrar-Paralympics 2030 og 2034

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Frönsku Alparnir og Salt Lake City-Utah munu halda Vetrar-Paralympics 2030 og 2034
0
449

Alþjóðaólympíunefndin hefur opinberlega veitt Frönsku Ölpunum og Salt Lake City–Utah vetrar- Ólympíuleikana og Paralympics 2030 og 2034.

Andrew Parsons, forseti Alþjóðaparalympicsnefnd fatlaðra, sagði: „Fyrir hönd hreyfingarinnar vil ég senda hamingjuóskir til Frönsku Alpana 2030 og Salt Lake City-Utah 2034. Báðar borgir leggja fram mjög ólíkar tillögur sem er spennandi tækifæri fyrir Paralympics hreyfinguna til næstu ára.”

Frönsku Alparnir 2030 munu skipuleggja umhverfislega sjálfbæra leika en einnig verður búin til öflug aðgerðaráætlun til að gera vetraríþróttir aðgengilegar öllum, sérstaklega fötluðum og ungu fólki.

Vetrar-Paralympics í Frönsku Ölpunum 2030 munu fara fram sex árum eftir Paralympics í París sem gerir þeim kleift að nýta þekkingu og reynslu frá þeim leikum. Einnig munu Vetrar-Paralympics 2034 í Salt Lake City-Utah fara fram sex árum eftir Paralympics í LA28 og því verður hægt að gera hið sama.

Frakkland hefur keppt á á öllum Vetrar-Paralympics frá því í Svíþjóð árið 1976. Frakkland hefur síðan þá unnið til alls 183 verðlauna, 66 gullverðlauna, sem eru í sjöunda sæti á sögulegu verðlaunatöflunni.

Fyrstu Vetrar-Paralympics sem bandaríkjamenn tóku þátt í voru í Geilo í Noregi árið 1980. Landið er næst sigursælasta vetraríþróttaþjóðin og vann til 335 verðlauna á Vetrar-Paralympics, þar af 117 gull.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Skráning í fullum gangi fyrir Allir Með Leikana 2024

Laugardaginn 9. nóvember næstkomandi fara fram Allir Með Leikarnir í laugardalnum. Leikarn…