Heim 2. TBL. 2025 Evrópumet sett á Norðurlandamótinu í sundi!

Evrópumet sett á Norðurlandamótinu í sundi!

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Evrópumet sett á Norðurlandamótinu í sundi!
0
79

Níu sundmenn frá Íþróttasambandi Fatlaðra mættu til leiks á Norðurlandamótinu sem fram fór dagana 28-30 nóvember í Laugardalslauginni. 

Þetta voru þau:

  • Snævar Örn Kristmannsson (Breiðablik) 
  • Thelma Björg Björnsdóttir (ÍFR)
  • Sonja Sigurðardóttir (ÍFR)
  •  Róbert Ísak Jónsson (SH)
  • Anna Rósa Þrastardóttir (Fjörður)
  • Emelía Ýr Gunnarsdóttir (Fjörður)
  • Rósa Kristín Kristmannsdóttir (Fjörður)
  • Sigrún Kjartansdóttir (Fjörður)
  • Guðfinnur Karlsson (Fjörður)

Snævar Örn Kristmannsson sem keppir í flokki S19, gerði sér lítið fyrir og setti Íslands- og Evrópumet í tveimur greinum. 100m flugsundi karla með tímann 59.61 sek og 200m fjórsundi karla með tímann 2:25.75. Róbert Ísak Jónsson, sem keppir í flokki S14, setti einnig Íslandsmet en það var í 50m flugsundi karla þegar hann kom í mark á tímanum 26.04 sek.

Íslenski hópurinn landaði samtals 12 verðlaunum í flokki fatlaðra!

  • Róbert Ísak Jónsson (S14) Varð Norðurlandameistari í 100m bringusundi karla, og silfur í 100m flugsundi karla, 50m bringusundi karla og 50m flugsundi karla
  • Sonja Sigurðardóttir (S3) varð Norðurlandameistari í 150m þrísundi.
  • Emelía Ýr Gunnarsdóttir (S14) með silfur í 50m flugsundi kvenna, og brons í 100m flugsundi kvenna
  • Thelma Björg Björnsdóttir (S6) með brons í 400m frjálsri aðferð kvenna
  • Sigrún Kjartansdóttir (S18) með brons í 200m frjálsri aðferð kvenna, 100m baksundi kvenna, og 50m baksundi
  • Guðfinnur Karlsson (S11) með brons í 200m fjórsundi karla

Frábært mót að baki hjá okkar fólki og sérstakar þakkir til þeirra sem sem komu að mótinu, bæði starfsmenn og sjálfboðaliðar sem gerðu það að verkum að hægt væri að halda Norðurlandamót í Laugardalslauginni!

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Aldrei fleiri sem fylgdust með Paralympics en í París 2024

Met áhorfenda í beinni útsendingu Paralympics í París heppnuðust gríðarlega vel. Það hafa …