Heim 2. tbl. 2024 Einungis vika í Allir með leikana 2024

Einungis vika í Allir með leikana 2024

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Einungis vika í Allir með leikana 2024
0
186

Laugardaginn 9. nóvember fara fram Allir með leikarnir í Laugardalnum. Leikarnir eru ætlaðir börnum á grunnskólaaldri með fatlanir og eru hluti af verkefninu Allir með, með það að markmiði að fjölga tækifærum barna með fatlanir í íþróttum. Íþróttagreinar á mótinu eru; frjálsar íþróttir, körfubolti, handbolti, fótbolti og fimleikar.

Íþróttaálfurinn mætir á svæðið og heldur uppi fjörinu ásamt Sollur Stirðu og Höllu Hrekkjusvíni. Allir þáttakendur fá brúsa og svitabönd merkt leikunum og í hádeigismat verður boðið upp á pizzuveislu ásamt kynningu á öðrum íþróttagreinum.

Þáttökugjald er 1.500 kr og skráning er í fullum gangi hér. Öll fjölskyldan er velkomin með.

Frekari upplýsingar er að finna á allirmed.com

Hlökkum til að sjá ykkur næsta laugardag!

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með leikarnir slóu í gegn!

Allir með leikarnir fóru fram í fyrsta sinn síðastliðinn laugardag. Það voru rúmlega 115 k…