
Sundhluti Reykjavík International Games (RIG) fór fram helgina 24.-26. janúar. Margt af okkar fremsta sundfólki tók þar þátt ásamt sterkum erlendum keppendum. Átta Íslandsmet féllu á mótinu og setti Snævar Örn Kristmannsson frá Reykjavík sjö þeirra í flokki S14 og Sigrún Kjartansdóttir frá Firðri Hafnarfirði setti eitt í flokki S16 í 200m frjálsri aðferð:
Íslandsmet sem féllu á RIG 24-26. janúar 2025

Alexander Hillhouse frá Kvik í Danmörku varð í 2. sæti í úrslitum í opnum flokki 100m flugsundi á tímanum 55,57 sek og 3. sæti í úrslitum í opnum flokki í 200m flugsundi. Róbert Ísak Jónsson synti einnig í úrslitum með Hillhouse í 100m flugsundi þar sem hann kom 11. í mark á tímanum 1:00,00.
Mohammad Shams Aalam Shaikh frá Indlandi setti Indverskt og Asíu met í 200 m bringusundi í flokki SB4 þegar hann synti á tímanum 5.37,21.
Besti árangur í karlaflokki fatlaðra á mótinu hlaut Alexander Hillhouse, frá KVIK, Kastrup Danmörk fyrir 50 m flugsund en fyrir það fékk hann 1089 stig. Í kvenna flokki var það Oddvá Sedea D. Nattestad, Havnar Svimjifelag fyrir 50 m skriðsund en fyrir það sund fékk hún 585 stig.

