Heim 1. tbl. 2025 Átta Íslandsmet féllu á RIG um helgina

Átta Íslandsmet féllu á RIG um helgina

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Átta Íslandsmet féllu á RIG um helgina
0
270

Sundhluti Reykjavík International Games (RIG) fór fram helgina 24.-26. janúar. Margt af okkar fremsta sundfólki tók þar þátt ásamt sterkum erlendum keppendum. Átta Íslandsmet féllu á mótinu og setti Snævar Örn Kristmannsson frá Reykjavík sjö þeirra í flokki S14 og Sigrún Kjartansdóttir frá Firðri Hafnarfirði setti eitt í flokki S16 í 200m frjálsri aðferð:

Íslandsmet sem féllu á RIG 24-26. janúar 2025

Alexander Hillhouse frá Kvik í Danmörku varð í 2. sæti í úrslitum í opnum flokki 100m flugsundi á tímanum 55,57 sek og 3. sæti í úrslitum í opnum flokki í 200m flugsundi. Róbert Ísak Jónsson synti einnig í úrslitum með Hillhouse í 100m flugsundi þar sem hann kom 11. í mark á tímanum 1:00,00.

Mohammad Shams Aalam Shaikh frá Indlandi setti Indverskt og Asíu met í 200 m bringusundi í flokki SB4 þegar hann synti á tímanum 5.37,21.

Besti árangur í karlaflokki fatlaðra á mótinu hlaut Alexander Hillhouse, frá KVIK, Kastrup Danmörk fyrir 50 m flugsund en fyrir það fékk hann 1089 stig. Í kvenna flokki var það Oddvá Sedea D. Nattestad, Havnar Svimjifelag fyrir 50 m skriðsund en fyrir það sund fékk hún 585 stig.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Aldrei fleiri sem fylgdust með Paralympics en í París 2024

Met áhorfenda í beinni útsendingu Paralympics í París heppnuðust gríðarlega vel. Það hafa …