Heim 1. tbl. 2024 Allir með á Selfossi! – Frétt frá Suðra

Allir með á Selfossi! – Frétt frá Suðra

6 min read
Slökkt á athugasemdum við Allir með á Selfossi! – Frétt frá Suðra
0
686

Frétt um Íþróttafjör Suðra
 Við undirrituð höfum gælt við það síðan árið 2011 að bjóða upp á íþróttir fyrir börn með sérþarfir.   Snemma árs 2023 kom tækifærið að fara af stað með slíkt starf þegar,  Allir með samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF var hrint af stað.   Í byrjun desember 2023 fórum við á fund með deildarstjóra frístundaþjónustu Árborgar. Á þeim fundi ræddum við tíma í íþróttahúsi og hvernig við myndum hugsa okkur að byrja.  Ákváðum við að drífa okkur af stað og stefndum að því að byrja 14.janúar á nýju ári og settum okkur það markmið að byrja þó það yrðu bara 2 börn sem myndu skrá sig.   Við sóttum um styrk í sjóðinn Allir með og fengum styrk upp á 1.000.000.-  Við útbjuggum auglýsingu sem velferðarsvið Árborgar sá um að senda á foreldra og forráðamenn allra barna á grunnskólaaldri, auk elstu barna í leikskólum, með skilgreinda fötlun.  Strax komu skráningar framar okkar vonum.  Þann 14.janúar mættu 17 börn á aldrinum 5-14 ára.  Þörfin er greinilega mikil.  Í fyrsta tímanum vorum við aðallega að sjá og kynnast börnunum, sjá hvar þau standa í færni og áhuga.  Við fengum til liðs við okkur Lindu Ósk Þorvaldsdóttur iðju þjálfa og fimleikaþjálfara sem einnig er með mikla reynslu í vinnu með fötluð börn.  Hún skipulagði tímann með upphafi miðju og enda.   

Okkar markmið eru: 

• Að finna styrkleika og áhuga barnsins

• Að gefa barninu tækifæri að æfa þá íþrótt sem það hefur áhuga á

• Að meta stuðningsþörf barnsins og veita því þann stuðning sem þarf

• Að veita barninu tækifæri til að æfa með sínum jafnöldrum með réttum stuðningi
Okkar leiðir að markmiðum er:

• Kynnast barninu og fá foreldra/forráðamenn barnsins til að aðstoða okkur við að finna styrkleika og áhuga barnsins

• Hafa fjölbreyttar æfingar, fá til liðs við okkur gestaþjálfara UMFS til að koma inn og vera með æfingar sem börnin hafa áhuga á að prófa. 

• Meta stuðningsþörfina með foreldrum/forráðamönnum og aðstoða þau við að auglýsa eftir liðveislu til að fylgja barninu á æfingar eða auka við tíma liðveislu ef barnið er með slíka þjónustu hjá sveitarfélaginu.

• Með aðstoð UMFS, foreldra/forráðamanna og sveitarfélagsins aðstoða við það að barnið fái þann stuðning sem það þarf til að geta æft með jafnöldrum þá íþrótt sem barnið vill æfa. 

Miðað við fjöldann sem er að mæta til okkar og hvernig barnahópurinn er samsettur þá er nokkuð ljóst að við þurfum sem fyrst að skipta hópnum eitthvað upp til að börnin geti notið sín betur.  Við erum mjög þakklát að sjá hvað foreldrar/forráðamenn taka vel í það að aðstoða okkur af stað og finna fyrir jákvæðni og þakklæti fyrir þetta starf.   

Með bestu kveðjum  Ófeigur Ágúst Leifsson formaður Suðra og Þórdís Bjarnadóttir ritari.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Lífleg helgi á Akureyri

Það var líf og fjör á Akureyri um miðjan mars þegar Special Olympics körfuboltahópur Hauka…