Heim 2. TBL. 2025 Þór búinn með fyrstu greinina á EM í Króatíu

Þór búinn með fyrstu greinina á EM í Króatíu

52 second read
Slökkt á athugasemdum við Þór búinn með fyrstu greinina á EM í Króatíu
18
1,453

Þór Þórhallsson hefur lokið keppni í sinni fyrstu grein á Evrópumeistaramótinu í skotfimi sem fer fram í Osijek í Króatíu dagana 3.-7. október.

Þór keppti í dag í R4, 10 metra loftriffli í flokknum SH2. Hann endaði í 22. sæti með 618,3 stig en aðeins átta efstu komust í úrslit. Á sunnudaginn tekur Þór þátt í seinni grein sinni R5 sem er einnig 10 metra loftriffill. Undanúrslit hefjast kl. 12:15 og 14:15 en úrslitin fara síðan fram kl. 16:15 sama dag.

Óskum við Þór góðs gengis á sunnudaginn.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ráðherrar styðja Allir með verkefnið

Í tengslum við ALLIR MEÐ  leikana 8. nóvember 2025, undirrituðu mennta og barnamálará…