Heim 2. TBL. 2025 Parsons endurkjörinn forseti IPC: Rússar og Hvít-Rússar aftur fullgildir meðlimir

Parsons endurkjörinn forseti IPC: Rússar og Hvít-Rússar aftur fullgildir meðlimir

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Parsons endurkjörinn forseti IPC: Rússar og Hvít-Rússar aftur fullgildir meðlimir
0
138

Aðalfundur International Paralympic Committee (IPC) fer nú fram í Seoul í Suður-Kóreu. Brasilíumaðurinn Andrew Parsons sem var á fundinum endurkjörinn forseti IPC en hann hafði þar betur í kosningu gegn Kóreumanninum Dong Hyun Bae. Parsons varð fyrst forseti IPC árið 2017 og þegar nýju kjörtímabili sem er að ganga í garð núna lýkur mun hann hafa verið forseti IPC til 12 ára. Þar með mun hann hafa náð hámarkssetu á forsetastóli IPC og því er komandi kjörtímabil það síðasta hjá Parsons. 

Þá lá einnig fyrir fundinum stjórnartillaga frá IPC um að framlengja keppnisbanni Rússa og Hvít-Rússa á mótum IPC eins og Paralympics. Tillagan var felld með 91 atkvæði gegn 77 og því öðlast þessar tvær þjóðir að nýju fullan keppnisrétt hjá IPC. Þjóðirnar koma þá inn á nýjan leik eftir að hafa verið í keppnisbanni frá árinu 2022. 

Íþróttasamband fatlaðra harmar mjög þessa niðurstöðu aðalfundarins og undrar sig á vilja sambandsaðila IPC með þessari kosningu. ÍF ítrekar afstöðu sína og hefur hún ekki breyst frá því sameiginleg yfirlýsing Norðurlandanna var fyrst undirrituð 2022 og endurbætt 2023.

Yfirlýsinguna frá 2023 má lesa hér: https://ifsport.is/read/2023-02-09/yfirlysing-vardandi-stodu-mala/ 

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

HM Singapore: Íslenski hópurinn lagður af stað til Asíu

Heimsmeistaramót IPC í sundi fer fram í Singapore 21.-27. september næstkomandi. Íslensku …