
Fjölmiðla- og íþróttamaðurinn Magnús Orri Arnarson var heiðraður á lokahátíð vetrarleika Special Olympics í Tórínó á Ítalíu í gærkvöldi. Við athöfnina var tilkynnt að Magnús Orri hljóti viðurkenninguna fyrir að vera fyrirmynd, íþróttamaður sem hafi tekið þátt í leikum Special Olympics og haldið áfram að láta drauma sína rætast. Nokkuð þúsund mótsgestir og keppendur voru viðstaddir lokahátíðina sem fór fram í íþróttahöllinni Pala Asti í Tórínó. Önnur lokahátíð fór fram á skíðasvæði leikanna á skíðasvæðinu Siestre í ítölsku Ölpunum. Um 1.500 keppendur eru á leikunum að ótöldum þjálfurum, fjölskyldum og fylgdarliði.

Magnús Orri tók þátt í sumarleikum Special Olympics í fimleikum í Abu Dhabi árið 2019. Eftir að hann kom heim bættist hann við í teymið sem gerir sjónvarpsþættina Með okkar augum og notið hafa mikilla vinsælda á RÚV.
Magnús bættist við í hópinn sem gerir sjónvarpsþættina Með okkar augum sem sýndir eru á RÚV eftir sumarleikana í Abu Dhabi og hefur unnið við þá síðan.
Hann og umsjónarfólk Með okkar augum fylgdi íslensku þátttakendunum á sumarleikunum í Berlín árið 2022 og gerði sjónvarpsþátt um leikana fyrir RÚV. Óskað var eftir Magnúsi sérstaklega til að ljósmynda leiðtogaráðstefnu Special Olympics sem fram fór í Berlín í fyrrahaust.
Magnús Orri og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ, hafa verið með íslenska hópnum í Tórínó á Ítalíu á meðan vetrarleikunum hefur staðið síðustu tíu daga. Þar voru fimm keppendur í þremur greinum og kepptu þau í alpagreinum, á skautum og í dansi.
Þeir Magnús og Jón Aðalsteinn mynda svokallað „unified“-fjölmiðlateymi Special Olympics a Íslandi en það samanstendur af einstaklingi með fötlun og öðrum sem ekki er með fötlun. Það er í anda Special Olympics, sem stuðlar að æfingum og keppni og vinnu blandaðra liða, fatlaðra og ófatlaðra. Ýmis verkefni á vegum Special Olympics eru til undir „unified“ -forskeytinu. Þeir Magnús og Jón mynda fyrsta „unified“-fjölmiðlateymið í sögu Special Olympics og vöktu þeir mikla athygli á leikunum
Frétt: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson