Heim 1. tbl. 2025 Kvótafréttir, Grænlendingar á heimsleikum SO í boði Íslands

Kvótafréttir, Grænlendingar á heimsleikum SO í boði Íslands

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Kvótafréttir, Grænlendingar á heimsleikum SO í boði Íslands
0
133

Grænlendingar taka í fyrsta skipti þátt á heimsleikum Special Olympics en Ísland bauð Grænlandi að nýta kvóta Íslands í skíðagöngu og tveir keppendur eru mættir til leiks. Það eru þau Jorna Marie Larsen og Nuka Martin Lynge. Mikil gleði ríkir í grænlenska hópnum en þau eru skráð á leikana með Special Olympics Danmark. Báðir grænlensku keppendurnir eru mjög færir á gönguskíðum og hafa greinilega undirbúið sig vel fyrir leikana.  

I gær hittu Íslendingar grænlensku keppendurna og fylgdarlið þeirra og þau vildu öll koma á framfæri kæru þakklæti til Íslands fyrir að opna dyrnar að heimsleikum Special Olympics og gefa keppendum þetta spennandi tækifæri.

Á myndinni er grænlenski hópurinn ásamt Önnu Karolinu Vilhjalmsdóttur framkvæmdastjóra Special Olympics á Íslandi og Magnúsi Orra Arnarsyni myndatökumanni og ljósmyndara á leikunum.  

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sífellt ný tækifæri að skapast gegnum starf Special Olympics. Tvær nýjar greinar hjá íslenska hópnum sem stefnir til Ítalíu.  

Vetrarheimsleikar Special Olympics fara fram fjórða hvert ár. Nú er komið að næstu heimsle…