Heim 1. tbl. 2025 Hákon mætti ríkjandi Paralympic meistaranum á Malmö Open

Hákon mætti ríkjandi Paralympic meistaranum á Malmö Open

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Hákon mætti ríkjandi Paralympic meistaranum á Malmö Open
0
616

Malmö Open í borðtennis fór fram dagana 6.-9. febrúar. Það voru þrír keppendur frá Íslandi og kepptu á mótinu en það voru þau Hákon Atli Bjarkason, Jóna Kristín Erlendsdóttir og Volodymyr Cherniavskyi.

Í tvíliðaleik fékk Hákon liðsfélaga frá Kanada þar sem þeir lönduðu Silfri. Þeir unnu í riðlinum breskt par þar sem annar leikmaðurinn er bronsverðlaunahafi frá Paralympics í Tókýó 2021. Þeir unnu einnig Austurrískt par þar sem annar þeirra er landliðsmaður hjá Austurríki. Í Opnum Flokki fór Hákon ekki upp úr sínum riðli þar sem hann tapaði í í úrslitum í „B playoffs“. Hann vann hann 2 af 3 leikjum en tapaði fyrir ríkjandi Paralympic meistaranum frá París, Tommy Urhaug frá Noregi.

Jóna og Volodymyr voru að keppa á sínu fyrsta móti erlendis. Þau fengu silfur í „b playoffs“ í tvíliðaleik, og fékk Volodymyr silfur í “b playoffs” í flokki 1-3. Jóna vann 2 sigra og fór í 3 oddalotur sem er flottur árangur fyrir sitt fyrsta mót erlendis.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Þór á meðal keppenda á RIG í skotfimi

Helgina 24.-25. janúar fór fram skotfimi á Reykjavík International Games (RIG) í Laugardal…