
Malmö Open í borðtennis fór fram dagana 6.-9. febrúar. Það voru þrír keppendur frá Íslandi og kepptu á mótinu en það voru þau Hákon Atli Bjarkason, Jóna Kristín Erlendsdóttir og Volodymyr Cherniavskyi.
Í tvíliðaleik fékk Hákon liðsfélaga frá Kanada þar sem þeir lönduðu Silfri. Þeir unnu í riðlinum breskt par þar sem annar leikmaðurinn er bronsverðlaunahafi frá Paralympics í Tókýó 2021. Þeir unnu einnig Austurrískt par þar sem annar þeirra er landliðsmaður hjá Austurríki. Í Opnum Flokki fór Hákon ekki upp úr sínum riðli þar sem hann tapaði í í úrslitum í „B playoffs“. Hann vann hann 2 af 3 leikjum en tapaði fyrir ríkjandi Paralympic meistaranum frá París, Tommy Urhaug frá Noregi.
Jóna og Volodymyr voru að keppa á sínu fyrsta móti erlendis. Þau fengu silfur í „b playoffs“ í tvíliðaleik, og fékk Volodymyr silfur í “b playoffs” í flokki 1-3. Jóna vann 2 sigra og fór í 3 oddalotur sem er flottur árangur fyrir sitt fyrsta mót erlendis.