Heim 1. tbl. 2025 Stórmót ÍR fór fram um helgina í Laugardalshöllinni

Stórmót ÍR fór fram um helgina í Laugardalshöllinni

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Stórmót ÍR fór fram um helgina í Laugardalshöllinni
0
197

Stórmót ÍR er frjálsíþróttamót sem hefur verið haldið árlega á innanhússtímabili síðan árið 1997. Á mótinu er keppt í öllum aldursflokkum, frá 6 ára og upp úr. Í ár voru 8 keppendur úr röðum fatlaðra en þau komu frá félögunum UFA, Firði, Ösp, og Ármanni.

Stefanía Daney Guðmundsdóttir (UFA) keppti í 60m, 200m og langstökki. Tímabilið byrjar vel hjá henni þar sem hún hljóp 60m á 8,47 sek og 200m á 28,12 sek. Stefanía stökk lengst 5,15 í langstökki sem er einungis 3 cm frá hennar persónulega meti í greininni sem er 5,18. Liðsfélagi Stefaníu frá UFA hún Helena Ósk Hilmarsdóttir var einnig mætt til leiks og setti persónulegt met í kúluvarpi þegar hún kastaði 5,57m.

Frá Ármanni voru tveir keppendur en það voru þeir Hjálmar Þórhallsson og Michel Thor Masselter. Hjálmar tók þátt í 60m þar sem hann kom í mark á 9,77 sek og í 200m þar sem hann kom í mark á 31,55 sek. Michel tók þátt í 800m þar sem hann kom í mark á 3:14,65 og 1500m þar sem hann kom í mark á 6:26,41.

Frá Ösp var einn keppandi en það var hann Daniel Smári Hafþórsson. Daniel keppti í 60m, 800m og langstökki. Hann bætti sinn persónulega árangur í langstökki innanhúss og stökk 4,98m en metið hans fyrir var 4,93m.

Frá Firði voru þrír keppendur sem mættu til leiks en þau kepptu öll í kúluvarpi. Aníta Ósk Hrafnsdóttir kastaði 6,72m, Ásmundur Þór Ásmundssson kastaði 6,57m og Emil Steinar Björnsson kastaði 7,83m þar sem hann endaði í 2 sæti á mótinu í greininni.

Það verður gaman að fylgjast með þessu flotta íþróttafólki í vetur en Íslandsmót ÍF fer fram í Laugardalshöllinni helgina 22-23 febrúar.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslandsmót í Kraftlyftingum fer fram 12 apríl 2025

Íslandsmót í Kraftlyftingum fer fram laugardaginn 12. apríl 2025. Að þessu sinni verður mó…