Íþróttasamband fatlaðra og Ragnar Friðbjarnarson landsliðsþjálfari ÍF í sundi hafa framlengt samningi sínum til og með Paralympics í Los Angeles 2028.
Ragnar stýrði íslenska sund landsliðinu síðustu fjögur ár og var með hópinn á Paralympics í París þar sem allir fjórir íslensku sundmennirnir komust í úrslit í sínum greinum og fjögur ný Íslandsmet litu dagsins ljós.
Ragnar og Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra undirrituðu nýja samninginn við upphaf Nýársmóts ÍF sem fram fór í Laugardalslaug þann 4. janúar síðastliðinn.