Heim 1. tbl. 2024 3 sunnlenskar systur á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum

3 sunnlenskar systur á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum

2 min read
Slökkt á athugasemdum við 3 sunnlenskar systur á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum
0
353

Við kynnum með stolti systurnar María, Sigríður og Hulda Sigurjónsdætur frá Mið-Mörk, en þær hafa getið sér gott orð á íþróttamótum hérlendis sem erlendis.

Meðal afreka þeirra innanlands hafa þær náð góðum árangri á eftirfarandi mótum:

  • María keppti í lyftingum á Special Olympics mótinu í Abudabi 2019 og á Special Olympics í Berlín 2023.
  • Sigga keppti í frjálsum íþróttum á Special Olympics mótinu í Kína 2007 og í aflraunum á Arnold Classic mótinu 2020.
  • Hulda keppti í frjálsum íþróttum á HM í Dubai 2019 og á EM í Hollandi 2012, EM á Ítalíu 2015 og í Berlín 2018.

Enn skal blásið til leiks, þann 11. – 16. nóvember verður haldið heimsmeistaramót í kraftlyftingum í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. 20 keppendur frá 5 löndum eru skráðir til leiks og búist er við skemmtilegu móti og rífandi stemningu.

Föstudagurinn 15. nóvember verður special Olympics dagur samhliða mótinu og munu þær systur allar keppa á því móti ásamt fjórum fræknum félögum sínum. Aðgangur er ókeypis og hvetjum við alla til að mæta og styðja íslenska liðið til dáða.

Við hlökkum til að fylgjast með fleiri afrekum þessara valkyrja.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Skráning í fullum gangi fyrir Allir Með Leikana 2024

Laugardaginn 9. nóvember næstkomandi fara fram Allir Með Leikarnir í laugardalnum. Leikarn…