Heim 2. tbl. 2024 Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember
0
515

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldið í Ljónagryfjunni Reykjanesbæ.

Samhliða því móti verður föstudaginn 15.nóvember haldinn Special Olympics dagur í kraftlyftingum. 

Þetta er þriðja árið í röð sem Special Olympics dagur í kraftlyftingum er  haldinn samhliða þessu heimsmeistaramóti. 

Að sögn Láru Bogeyjar, hjá KRAFT sem sér um skipulag stefnir allt í að þetta verði  stærsti og fjölmennasti dagurinn hingað til. 

Ísland mun eiga 7 keppendur og höfum við aldrei átt svona marga keppendur á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum segir Lára Bogey. 

Alls eru skráðir til keppni 20 keppendur frá 5 löndum en auk Íslands er það Bretland , Rumenia , Bandaríkin , Indland og Kanada. 

Alþjóða kraftlyftingasambandið ( IPF ) , Kraftlyftingasamband Íslands , Special Olympics Europe og Special Olympics á Íslandi hafa unnið hörðum höndum að því 

að koma kraftlyftingum fatlaðra á betri stað og í meiri útbreiðslu því það geta allir verið með óháð fötlun og getustigi. 

Mótið er eins og fyrr segir 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ og stíga Special Olympics á pallinn kl 14.30. 

Við hvetjum alla til að koma og horfa og veita stuðning úr áhorfendapöllunum . 

Aðgangur er ókeypis

Á myndinni eru ásamt hópnum Þórunn Brynja og Lára Bogey en þær verða hópnum innan handar ásamt fleiri þjálfurum á mótsdag . 

Hópinn skipa : Aníta Ósk , Sigríður , Hulda og María Sigurjónsdætur , Guðfinnur,  Emil Steinar og Sigurjón Ægir

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…