Heim 2. tbl. 2024 Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Special Olympics hópurinn klár fyrir Kraftlyftingamótið 15. nóvember
0
349

Dagana 11-16 Nóvember næstkomandi verður heimsmeistaramót í kraftlyftingum haldið í Ljónagryfjunni Reykjanesbæ.

Samhliða því móti verður föstudaginn 15.nóvember haldinn Special Olympics dagur í kraftlyftingum. 

Þetta er þriðja árið í röð sem Special Olympics dagur í kraftlyftingum er  haldinn samhliða þessu heimsmeistaramóti. 

Að sögn Láru Bogeyjar, hjá KRAFT sem sér um skipulag stefnir allt í að þetta verði  stærsti og fjölmennasti dagurinn hingað til. 

Ísland mun eiga 7 keppendur og höfum við aldrei átt svona marga keppendur á alþjóðamóti fatlaðra í kraftlyftingum segir Lára Bogey. 

Alls eru skráðir til keppni 20 keppendur frá 5 löndum en auk Íslands er það Bretland , Rumenia , Bandaríkin , Indland og Kanada. 

Alþjóða kraftlyftingasambandið ( IPF ) , Kraftlyftingasamband Íslands , Special Olympics Europe og Special Olympics á Íslandi hafa unnið hörðum höndum að því 

að koma kraftlyftingum fatlaðra á betri stað og í meiri útbreiðslu því það geta allir verið með óháð fötlun og getustigi. 

Mótið er eins og fyrr segir 15. nóvember í Ljónagryfjunni í Reykjanesbæ og stíga Special Olympics á pallinn kl 14.30. 

Við hvetjum alla til að koma og horfa og veita stuðning úr áhorfendapöllunum . 

Aðgangur er ókeypis

Á myndinni eru ásamt hópnum Þórunn Brynja og Lára Bogey en þær verða hópnum innan handar ásamt fleiri þjálfurum á mótsdag . 

Hópinn skipa : Aníta Ósk , Sigríður , Hulda og María Sigurjónsdætur , Guðfinnur,  Emil Steinar og Sigurjón Ægir

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ferðasaga

Kylfingurinn Sigurður Guðmundsson úr Suðurnesjabæ keppti á heimsleikum Special Olympics se…