Í dag, sunnudaginn 1 september, heldur sundkeppni Paralympics í París áfram. Það eru tveir keppendur frá Íslandi sem stíga á svið en það eru þau Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir.
Undanúrslit fara fram fyrripart dags. Fyrstur er Már Gunnarsson keppir í 100m baksundi kl 08:15 á íslenskum tíma (10:15 á frönskum tíma) og stuttu á eftir honum keppir Thelma Björg Björnsdóttir í 100m bringusundi kl 09:25 á Íslenskum tíma (11:25 á frönskum tíma). Æfingar fram að keppni hafa gengið vel og við óskum þeim góðs gegnis í dag!