Heim 1. tbl. 2024 Ingeborg keppir í kvöld

Ingeborg keppir í kvöld

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingeborg keppir í kvöld
0
428

Föstudaginn 30. ágúst hófst keppni í frjálsum íþróttum á Paralympics í París. Keppnin fer fram á Stade de France vellinum þar sem allt að 1.069 íþróttamenn munu keppa í 164 verðlaunagreinum.

Í kvöld, laugardaginn 31. ágúst, mun Ingeborg Eide Garðarsdóttir stíga á svið og keppa í kúluvarpi í flokki F37 (flokkur hreyfihamlaðra). Ingeborg býr yfir mikilli reynslu af keppni á alþjóðavísu en þetta verða hennar fyrstu Paralympics. Henni hefur gengið vel í sumar þar sem hún sló eigið Íslandsmet í greininni á Ítalíu þegar hún kastaði kúlunni 9,83m og einnig keppti hún á Heimsmeistaramóti IPC í Japan þar sem hún endaði í 4 sæti.

Keppnin hefst klukkan 17:00 á Íslenskum tíma, 19:00 á frönskum tíma. Áfram Ingeborg!

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Einungis 3 dagar í Allir með leikana

Undirbúningur fyrir Allir með leikana eru nú í fullum gangi þar sem leikarnir fara fram næ…