Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson hefur bæst við keppendahóp Íslands fyrir Paralympics sem fram fara í París í Frakklandi dagana 28. ágúst – 8. september næstkomandi. Þar mun Róbert Ísak keppa í 100m flugsundi í flokki S14. Róbert Ísak er sundmaður hjá SH og Íþróttafélaginu Firði.
Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra sendi í gær frá sér upplýsingar um þá sundmenn sem hlotið hefðu svokallað „Bipartite“ sæti á leikunum en það má útleggja sem umsóknarsæti. Ísland sótti um slíkt fyrir Róbert en hann var m.a. að synda í úrslitum í Tokyo 2021 á sínum fyrstu leikum en síðan þá hefur Róbert glímt við veikindi á lágmarkatímanum fyrir leikana 2024.
Síðustu misseri hefur Róbert þó verið að sýna að hann hefur engu gleymt í lauginni og því mikið fagnaðarefni að hann fái að láta vel til sín taka á meðal fremstu S14 sundmanna heims í Frakklandi síðar í sumar. Keppnisdagur Róberts í París verður 29. ágúst þegar hann keppir í undanrásum í 100m flugsundi S14.
Þess má geta að Róbert er einn af sendiherrum Toyota á Íslandi í hinu gríðarflotta verkefni Start your Impossible.
Til hamingju Róbert með sætið í París!