Dagana 20 – 22 júní fer fram Tékkland open í Borðtennis. Mótið mun fara fram í borginni Ostrava þar sem Hákon Atli Bjarkason mun mæta til leiks.
Að sögn Hákons þá hafa æfingar gegnið mjög vel, “Tel mig vera í besta standi á ferlinum, búinn að haldast meiðslalaus og ná að æfa á hæsta leveli sem ég hef gert á ferlinum”.
Það á enn eftir að birta leikmannalista fyrir mótið en þá kemur í ljós hversu sterk keppnin verður fyrir Hákon. Þetta mun verða síðasta Evrópu mótið í borðtennis fyrir Paralympics leikana sem fara fram dagana 28. ágúst – 8. september.