Heim 1. tbl. 2024 100 Dagar til Paralympics

100 Dagar til Paralympics

1 min read
Slökkt á athugasemdum við 100 Dagar til Paralympics
0
652

Paralympics í París 2024 verða settir eftir nákvæmlega 100 daga. Leikarnir muna fara fram dagana 28. ágúst – 8. september og hefjast skömmu á eftir Ólympíuleikunum. Árið 1960 í Róm á Ítalíu fóru fyrstu Paralympics leikarnir fram í þeirri mynd sem þeir eru í dag. Í ár verður þetta því í 16 skiptið sem leikarnir verða haldnir og í fyrsta skiptið sem þeir verða haldnir í París, Frakklandi. 

Þrír íslendingar kominr með keppnisrétt á Paralympics

Talið er að um 4.400 íþróttafólk mun taka þátt á Paralympics í París 2024. Nú þegar 100 dagar eru til stefnu þá hafa þrír keppendur frá Íslandi tryggt sér þáttökurétt á leikunum en það er sundfólkið Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir. Ísland á öflugt íþróttafólk sem enn keppir að því að ná inn á Paralymics en það er m.a. í fjrálsum, bogfimi og handahjólreiðum en staða þeirra mun skýrast eftir því sem líður á sumarið.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…