Heim 1. tbl. 2024 Ísland með einn fulltrúa á EM í bogfimi

Ísland með einn fulltrúa á EM í bogfimi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Ísland með einn fulltrúa á EM í bogfimi
0
549

Evrópumeistaramót í bogfimi fer fram í Róm, Ítalíu dagana 19-25 maí næstkomandi. Ísland er með einn keppanda á mótinu en það er hann Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn keppir í “compound open” eða opnum flokki trussuboga.

Þorsteinn heldur út til Ítalíu á föstudaginn og hefur keppni mánudaginn 20 maí. Árið 2016 varð Þorsteinn fyrstur Íslendinga til þess að komast inn á Paralympics í bogfimi þegar hann keppti þar fyrir Íslands hönd í Río de Janeiro. Eins og sakir standa er Þorsteinn ekki með farseðil til Parísar en er einn þeirra bogfimimanna sem er með fyrirliggandi umsókn um svokallað Bipartite-sæti á leikunum en von er á svörum um slík sæti á næstu vikum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…