Heim 1. tbl. 2024 Íslandsmót og skíðanámskeið um helgina

Íslandsmót og skíðanámskeið um helgina

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót og skíðanámskeið um helgina
0
1,037

Það verður nóg við að vera um helgina en á morgun, laugardag, er Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss sem og skíðanámskeið í Bláfjöllum. Spáin á höfuðborgarsvæðinu segir vægt frost og sólríkt svo það er fátt annað í boði en að stunda góða líkamsrækt þessa helgina.

Íslandsmót ÍF í frjálsum hefst kl. 13.45 í Kaplakrika en tímaseðil mótsins má nálgast hér og þá hefst skíðanámskeiðið kl. 11.00 í Bláfjöllum en uppselt er á námskeiðið og ljóst að það eru margir spenntir að mæta á skíði. Áhugasamir eru sérstaklega boðnir velkomnir í Bláfjöll að koma og skoða og kynna sér möguleikana sem eru í boði við skíðaiðkun fatlaðra.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Samþykkt að fólk með þroskahamlanir taki þátt á vetrar-Paralympics

Aðalfundur Alþjóða Ólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) fór nýverið fram í Seoul í Suður-Kóreu…