Heim 1. tbl. 2024 Sigrún Huld tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ

Sigrún Huld tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Sigrún Huld tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ
0
1,297

Í kvöld var Sigrún Huld Hrafnsdóttir sundkona valin í heiðurshöll ÍSÍ. Á hverju ári er nýr íþróttamaður valinn í heiðurshöllina á sama tíma og val á íþróttamanni ársins fer fram. Sigrún keppti í flokki fatlaðra fyrir Íþróttafélagið Ösp. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.is

Sigrún var afar sigursæl á sínum ferli og hlaut flest verðlaun allra á Ólympíumóti þroskaskertra á Spáni árið 1992. Þar vann hún níu gullverðlaun og tvö silfurverðlaun. Sigrún var valin íþróttamaður ársins hjá íþróttasambandi fatlaðra árið 1989, 1991 og 1994 en auk þess var hún valin íþróttamaður þroskaskertra á heimsvísu árið 1991. Hún hefur áður hlotið fálkaorðuna fyrir afrek sín á íþróttavettvanginum.

Hún hætti keppni eftir Ólympíumót fatlaðra (Paralympics) í Atlanta árið 1996. Síðan hefur hún snúið sér að myndlist með góðum árangri.

Til hamingju með sæti þitt í heiðurshöllinni Sigrún Huld!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…