Heim 2. TBL. 2025 YAP Leikskólafimi 2 – 6 Fræðsluefni fyrir leikskóla

YAP Leikskólafimi 2 – 6 Fræðsluefni fyrir leikskóla

7 min read
Slökkt á athugasemdum við YAP Leikskólafimi 2 – 6 Fræðsluefni fyrir leikskóla
0
7

Mennta- og barnamálaráðuneytið úthlutaði í ársbyrjun 2024 fjörutíu styrkjum til nýsköpunar- og skólaþróunarverkefna á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla og frístundastarfs. 


Special Olympics á Íslandi fékk styrk til að þróa fræðsluefni; YAP Leikskólafimi 2 – 6 sem er íslensk og aðlöguð útgáfa YAP ( Young Athlete Project).  Verkefnið var unnið í samstarfi við Ástu Katrínu Helgadóttur íþróttakennara á heilsuleikskólanum Skógarási Ásbrú og Sigurlín Jónu Baldursdóttur íþróttakennara á heilsueflandi leikskólanum Jōtunheimum Selfossi. Aðgengi að ókeypis fræðsluefni YAP er á síðu Special Olympics samtakanna en þær töldu mikilvægt að útfæra íslenska útgáfu og gera efnið aðgengilegra.  

Videoið

Ásta Katrin og Sigurlín Jóna hafa staðfest gríðarlegan árangur af innleiðingu YAP í starfi sínu þar sem börnin hafa náð að efla ekki aðeins líkamlega færni, heldur ekki síður málþroska, félagsfærni og fleiri mikilvæga þætti. Á Jötunheimum hefur YAP verkefnið verið innleitt sem hluti af starfi sem tengist snemmtækri íhlutun og sérkennslu. Horft er til þess með YAP verkefnið að því fyrr sem byrjað er, því meiri árangur verður hjá börnunum. Þær lögðu mikinn metnað í að hanna þetta nýja fræðsluefni og fyrsta skref var að taka fyrir grunnfærni en YAP verkefnið byggir á átta meginþáttum. Markmið er að afla styrkja til áframhaldandi útfærslu.   

Fræðsluefnið kemur í skemmtilegu boxi og er myndrænt og aðgengilegt fyrir alla áhugasama.

Ávinningur af innleiðingu YAP að mati starfsfólks í Skógarási; 

  • Eflir hreyfiþroska á skemmtilegan hátt og auðvelt að samþætta með öðrum námssviðum
  • Veitir hamingu og eflir félagsþroska barna þegar þau hreyfa sig saman
  • Vinningurinn er meiri gleði, aukinn félagsþroski og samvinna barnanna eykst. Þau öðlast einnig meira sjálfstraust og þor.

Til upplýsinga um alþjóðaverkefnið Young Athlete project – YAP;

Verkefnið er þróað af Special Olympics samtökunum í samstarfi við háskóla í Bandaríkjunum
YAP byggir á snemmtækri hreyfiþjálfun þar sem markhópur er börn með sérþarfir og/eða frávik í hreyfiþroska.  Á Íslandi taka þátt öll bōrn sem talin eru geta notið góðs af YAP hreyfiþjalfun. Jákvæður árangur af verkefninu tengist ekki aðeins aukinni hreyfifærni heldur einnig bættri félagsfærni, málþroska og öðrum mikilvægum þáttum í daglegu lífi. Unnið er út frá  einföldum árangursmælingum, áherslu á átta lykilþætti og afmarkaðan tímaramma. 
Á vefsíðu SOI er ókeypis aðgengi að heildarefni YAP. Young Athletes Resource Library


Special Olympics á Íslandi hefur kynnt og innleitt YAP verkefnið frá árinu 2015 og YAP kynningardagar hafa verið haldnir fyrir leikskóla m.a. á Vestfjörðum, Norðurlandi, Suðurlandi og Reykjanesi. Kynningar hafa verið haldnar í leikskólum og á fundum og ráðstefnum en fáir leikskólar hafa tekið skrefið. Nú má þó greina aukinn áhuga hjá leikskólum, sérstaklega þar sem eru komnir til starfa nýútskrifaðir íþróttafræðingar sem hafa fengið kynningu á YAP í HÍ.  Markmið er að öll bōrn séu tilbúin til að stíga inn i íþróttastarf þegar komið er á grunnskólaaldur og með innleiðingu YAP er verið að leggja grunn að því. Snemmtæk íhlutun getur verið gríðarlega árangursrík og hreyfiþroski er grunnur að ōðru námi. Það er von stýrihóps verkefnisins að þetta nýja efni veki athygli og skapi umræður um mikilvægi þess að markviss hreyfiþjálfun fari fram í öllum leikskólum á Íslandi. 

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi sem hefur stýrt innleiðingarferli YAP á Íslandi telur verkefnið eitt það mikilvægasta, þegar horft er til jafnra tækifæra og virkrar þátttöku allra barna í framtíðinni.  Það er því gríðarlega ánægjulegt að hafa í röðum Special Olympics á Íslandi jafn öfluga YAP liðsmenn og Ástu Katrínu og Sigurlín og þeirra góðu bakhjarla í leikskólunum Skógarási og Jötunheimum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Unified Schools Í Húsaskóla — Uppgjör

Helga Olsen kennari og skautaþjálfari hefur undanfarna mánuði haft umsjón með samstarfsver…