YAP KYNNING VERÐUR Á SELFOSSI Þriðjudaginn 7.nóvember 2023 kl 10.00 -12.00.
Staðsetning;
Leikskólinn Jötunheimar
Þessi YAP kynning er sérstaklega fyrir stjórnendur og starfsfólk leikskóla á Suðurlandi. Markmið er vekja áhuga og fá sem flesta til að vinna með YAP verkefnið í leikskólum Suðurlands. Árangur er athyglisverður og vonast er til þess að sem flestir stjórnendur leikskóla á Suðurlandi sjái sér fært að mæta.
DAGSKRÁ
10.00 – 10.30 Sigurlín J Baldursdóttir, íþróttakennari í Jötunheimum kynnir sitt starf
Hreyfiþjálfun – 2 ára börn spreyta sig í æfingum
10.30 – 10.45 Hlé
10.45 – 11.55 Innleiðing YAP – Anna Karólína Vilhjalmsdóttir, frkvstj. SO á Íslandi
11.55 – 11.25 YAP hreyfiþjálfun hjá heilsuleikskólanum Skógarási, Ásbrú.
Ásta Katrín Helgadóttir, íþróttakennari og Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri
11.25 – 11.40 Fyrirspurnir og umræður
11.40 – 12.00 Næstu skref á Suðurlandi
Young athlete project eða YAP – er alþjóðlegt verkefni á vegum Special Olympics samtakanna. Markmið er að stuðla að markvissri hreyfiþjálfun barna á aldrinum 2 til 7 ára. YAP er í grunninn hreyfiþjálfun en nýtist einnig sem verkfæri sem tengir saman hreyfiþjálfun, málþroska og félagsfærni. Æfingar sem unnið er með taka fyrir ákveðna þætti sem fylgt er eftir og markviss nálgun nær fram markverðum árangri.
Mörg önnur námstækifæri sem skipulögð hreyfing hefur í för með sér fyrir börn er að þau læra ekki bara grunnþætti hreyfiþroska heldur þróa einnig með sér mikilvæga færni til náms. Þar er m.a. verið að tala um að skiptast á, læra að deila, fara eftir fyrirmælum og skilja leiðbeiningar sem þeim eru gefnar. Í skipulögðum hreyfistundum er hægt að blanda inn í hreyfiæfingarnar, stærðfræði, orðaforða og málörvun, flokkun, ofl. Hinsvegar er það ekki nóg að vera einungis í frjálsum leik í hreyfisal, þar sem frjáls leikur eflir ekki markvisst grunnþætti hreyfiþroska barna (Logan, Lucas, Robinson og Wilson, 2011). Fagmenn þurfa að kunna að leiðbeina, hvetja og stýra hreyfingu barnanna, því að þannig náum við tilætluðum árangri. Enn fremur hefur verið sýnt fram á að snemmtæk íhlutun við hreyfivanda eykur hreyfifærni barna með slakan hreyfiþroska( Sigmundsson og Petersen 2000).