Heim 2. TBL. 2025 Viðtal: Valdimar Gunnarsson verkefnastjóri Allir með

Viðtal: Valdimar Gunnarsson verkefnastjóri Allir með

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Viðtal: Valdimar Gunnarsson verkefnastjóri Allir með
0
56

Allir með leikarnir fara fram í Laugardalshöll laugardaginn næsta, 8. nóvember. Í aðdraganda viðburðarins fengum við Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóra Allir með til að fara yfir og ræða verkefnið, þróunina og markmið.

Allir með verkefnið hefur það markmið að fjölga tækifærum fyrir börn með fatlanir og börn sem ekki hafa fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Verkefnið er unnið í samstarfi við íþróttahreyfinguna ásamt því að njóta stuðnings frá þremur ráðuneytum. Að sögn Valdimars hefur verkefnið haft veruleg áhrif á viðhorf samfélagsins gagnvart íþróttaiðkun fatlaðra barna og að þetta sé sameiginlegt verkefni okkar allra. Valdimar bendir á að fleiri og fleiri innan íþróttahreyfingarinnar sem og stjórnendur bæjarfélaga hafa áttað sig á því að við sem samfélag þurfum að finna leiðir til að íþróttafélögin geti boðið upp á æfingar fyrir þennan hóp í þeirra nærumhverfi.

Mikið og gott samstarf hefur verið unnið með ÍSÍ og UMFÍ. Fulltrúar beggja hreyfinga sitja í stuðningshóp verkefnisins og auk þess hafa svæðisstöðvar skipulagt og framkvæmt viðburði um allt land. Þrátt fyrir jákvæða þróun tekur Valdimar fram að eitt það erfiðasta í ferlinu sé að ná til foreldra og koma upplýsingum til þeirra, það hafi komið honum mest á óvart og þess vegna sé svo mikilvægt að verkefni eins og þetta veki áhuga fjölmiðla.

Allir með leikarnir eru tækifæri fyrir börn að finna íþrótt fyrir sig.

Um helgina verða kynntar 11 íþróttagreinar fyrir börnum sem hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Markmiðið er að á leikunum prófi þau íþróttagrein sem þau vilja æfa áfram.

„Ég vona að verkefnið skili því að viðhorf okkar allra breytist á þann veg að það þyki eðlilegt að fötluð börn æfi íþróttir í sínu nærumhverfi með sama íþróttafélagi og vinirnir æfa“

Foreldrar sem eru óvissir með þátttöku eru hvattir til að mæta því á leikunum er hægt að prófa mismunandi íþróttagreinar. Allir fá síðan með sér bækling þar sem er listað upp hvenær og hjá hvaða íþróttafélagi er hægt að æfa viðkomandi grein.

Að lokum beinir Valdimar mikilvægu erindi til samfélagsins:
Við sem samfélag getum stutt við verkefnið með þeim hætti að segja frá og kynna fyrir foreldrum hvað sé í boði t.d. hjá íþróttafélaginu í hverfinu. Það er mikilvægt að vera vakandi fyrir því að tækifæri fyrir þennan hóp séu til staðar og spyrja spurninga ef þau eru það ekki.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Dagskrá Allir með leikana

Næstkomandi laugardag, 8. nóvember, fyllist Laugardalshöll af lífi þar sem Allir með leika…