
Um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum og er það einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna. Mótið hefur verið haldið árlega frá 2002 og er einstakt tækifæri fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára til að prófa sig áfram í fjölbreyttum íþróttagreinum.
Fyrir utan keppnisgreinar eru fjölmargir opnir viðburðir þar sem allir geta tekið þátt, óháð aldri eða getu, til dæmis eru hobbíhestar, blindrabolti, fjölskyldufjör í sundi og körfubolta og listasmiðja og hæfileikasvið á dagskrá.
Kvöldin eru ekki af verri endanum þar sem ýmsir skemmtikraftar munu stíga á svið og halda uppi stemningunni.
Dagskrána í heild má finna hér
Íþróttasamband fatlaðra hvetur fólk til þess að mæta og upplifa þessa skemmtilegu helgi.