Tveir þjálfarar á Íslandi, þau Thelma Dögg Grétarsdóttir og Borja González sóttu 27.-29. nóvember alþjóðlegt þjálfaranámskeið í sitjandi blaki sem fór fram í Slóveníu.
Ferðin markar tímamót fyrir sitjandi blak á Íslandi en nýlega undirritaði Blaksamband Íslands samstarfssamning við ParaVolley Europe. Thelma og Borja sem lokið höfðu bóklega hluta námsins fyrir komu sína í Slóveníu náðu einnig verklega hlutanum og útskrifuðust því með 1. stigs alþjóðleg þjálfararéttindi í sitjandii blaki.
Þjálfararnir koma heim reynslunni ríkari og stefna að því að setja af stað verkefni í sitjandi blaki þar sem markmiðið er að bjóða öllum áhugasömum, óháð aldri eða getu að prófa.

