Heim 1. tbl. 2024 Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018, sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast

Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018, sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018, sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast
0
7

Special Olympics körfuboltalið Hauka er á mikilli siglingu og í dag mæta Haukar með allt að fjögur lið á mót að keppa á móti börnum sem eru ekki með fötlun.

Hópurinn fékk góða umfjöllun á vísi þar sem greint er frá því hvernig verkefnið allt byrjaði og hvernig gengur í dag.

Það eru sex ár síðan körfuboltamaðurinn Kristinn Jónasson tók ákvörðun um að stofna körfuboltalið sem fékk nafnið Haukar Special Olympics og var ætlað börnum með fötlun. Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018. Sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast.

„Á æfingu áðan voru tuttugu og tveir krakkar og það vantaði tvo til þrjá. Það var bara eldri hópurinn en heilt yfir koma um 60-70 börn á æfingu hjá okkur,“ segir stofnandinn.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni ásamt því að sjá myndband hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Það styttist í Allir með leikana 2024

Allir með leikarnir er hluti af verkefninu Allir með sem gengur út á að fjölga tækifærum f…